Landplöntur
Þær eru fjölfruma lífverur sem ljóstillífa og hafa rætur, stöngul og blöð. Þetta eru plöntur sem eru mest áberandi á landi en ekki í sjó og nær allt líf á landi er háð þeim á einhvern máta. Annað nafn á háplöntum er æðplöntur, sem vísar þá til æða (strengvefjar) sem flytja næringu innan plöntunnar. Þeim skipt upp í tvær gerðir, annars vegar viðaræðar og hins vegar sáldæðar. Fyrrnefnda gerðin flytur ólífræna næringu en sú síðari lífræna næringu.
											
				

								
								


								
								
								
								

								
								
								