Þörungar2023-11-20T16:25:59+00:00
  • Bóluþang

Þörungar

Þörungar lifa margir í sjó, en einnig ferskvatni og rökum stöðum. Þeir geta verið einfruma eða fjölfrumungar. Einfruma þörungar eru utan umfjöllunarsviðs þessa vefs. Fjöruþörungar eru fjölfrumungar og mjög ríkjandi víða í fjörum landsins. Bygging þörunga er mjög einföld, þessar plöntur hafa engar rætur, stilk eða laufblöð. Þegar um er að ræða litla verkaskiptingu á milli líkamshluta þá er slíkur einfaldur líkamsvefur nefndur þal. Í frumum þörunga eru mismunandi litarefni og nafn þeirra er tengt þeim litarefnum sem eru að finna í þeim. Grænþörungar eru nú flokkaðir undir plönturíkið en ekki brúnþörungar og rauðþörungar. Landplöntur taldar vera afkomendur grænþörunga og þær eru með svipuð litarefni og þeir. Þörungar eru fornar lífverur og þeir voru fyrstu plönturnar sem kom fram fyrir um 1,3 milljörðum ára á því tímabili jarðsögunnar sem kallað hefur verið frumlífsöld (Proterozoic).

Þörungar sem lifa í ferskvatni og sjó gegna því hlutverki sem plöntur gera á landi, þeir eru undirstaða lífríkisins í sjó. Lífmassi fjöruþörunga er verulegur og stórvaxnastir eru þarar en þeir geta myndað það sem kallað er þaraskógar. Erlendis eru þarar í slíkum skógum fáeinir tugir metra að lengd. Þar fer fremstur í flokki risaþarinn Macrocystis pyrifera en tegundir risaþara tilheyra ættkvíslinni Macrocystis finnast víða um heimshöfin en þeir lifa á suðlægari breiddargráðum en Ísland.

Go to Top